laugardagur, apríl 1

Ég geng undir nafninu Dúskur!

Það rann upp fyrir mér allt í einu hvað fáranlegustu hlutir festast við mann eins og t.d gælunöfn.
Þegar ég kynntist manninum mínum fyrir 7 árum síðan, tók hann upp á því að kalla mig Dúskur. Alveg frá fyrsta degi hefur hann notast við þetta furðulega nafn, meira að segja kynnti hann mig fyrir tengdmömmu minni sem Dúskur. Hmmm.......ef hugsað er úti í þýðingu orðsins, þá er dúskur eitthvað sem má finna á enda jólasveinahúfa. Enska orðið yfir dúsk er "pompon" og er oft notað yfir glimmerdruslunum sem amerískar "cheerleaders" veifa með á íþróttaleikjum. Á sænsku heitur dúskur tofs........Já verður að viðurkennast er rýnt er í merkingu orðsins tapast sjarminn ögn. En Dúskur skal það vera og þótti mér fljótt vænt um þetta gælunafn.

En er ekki soldið langt gengið þegar aðrir en sá er fann upp á þessari vitleysu kallar mann Dúsk einnig??? Á bloggsíðu þessari má finna komment frá vinum mínu útum allan heim sem skrifa athugasemdir sínar á færslum mínum. Oftar en einu sinni (oftar en 10 sinnum) kemur það fyrir að lesendur mínir kalla mig Dúsk. Á MSN kalla þeir er ég á í samræðum við mig Dúsk. Meira að segja eiga fluffurnar mínar það til að kalla mig Dúsk "face to face". OK, Dúskur skal það vera, svo ég svara alltaf góðlátlega er kallað er á mig með þessu orði. Yfirmaður minn fékk lítinn styttu engil að gjöf frá mér og ákvað hún að kalla hann Engla Dúsk í höfuðið á mér!!! Nú til að toppa þessa endalausu vitleysu barst okkur körlum boðskort í skírn. Framan á umslagið stóða skýrum stöfum: Hr. Jón Múli Franklínsson og Dúskurinn
Má bæta við að boðskortið var póstlagt!!!

Já, annaðhvort er maðurinn minn snillingur að koma upp trend, eða ég er svona mikill dúskur, eða þá hefur fólk bara gleymt mínu raunverulega nafni! :)
En hvað sem að því líður mun ég líklegast alltaf svara er kallað er á mig Dúskur.................

|