sunnudagur, apríl 23

Heilagir páskar og flutningur loks búið!

Já langþráða páskafríið fór nú frekar mikið í vaskinn. Eins og flestum er kunnugt vorum við karlar í miklum framkvæmdum yfir hátíðina og út þessa viku. Flutningarnir hófust loks og við tók mikil þrif á íbúðinni. Henni verður skilað á morgum, loksins! Þó svo að hún þjónaði okkur vel og gott var að búa þarna, er kominn tími til að snúa sér að alvöru lífsins og fara að huga að framtíðinni. Sumarið er komið og ekki vottar fyrir merkjum þeirra árstíðar. Í dag voru íslendingar það blessaðir að fá þessi lifandi skelfing af haglélum og ekki var regnið langt á eftir......Furðulegt með þetta veður hér á landi. Aldrei hægt að treysta á það....

Ný vinnuvika framundan. Ekki beinlínis mikil tilhlökkun, enda höfundur farin að leiða hugann á önnur mið. Já, tími til kominn fyrir breytingar enn á ný, enda mikilvægt til að halda sér við efnið.......

|