sunnudagur, ágúst 28

Næturstopp once again!


Jamm og jæja! Dúskurinn bara á leið í víking aftur, þó bara stutt í þetta skipti. Næturstopp í Köben, kem heim á morgun, nánari tiltekið pulsustopp :)
Mamma og pabbi farinn til Suður Afríku í mánuð og litli strákurinn bara einn heima.
By the way, var að fá hringingu frá þeim núna rétt áðan og þau komin á áfangastað eftir 14 tíma flug. Úff! Allt gekk vel og þau sitja úti á verönd í Afríku paradís! Nú þarf Dúskurinn bara að hringja í ættingja og láta vita, þó sérstaklega hann afa gamla á Akureyri. Nú svo er það reksturinn á fyrirtækinu sem þarf að halda áfram......Guð sé lof fyrir banka bakgrunninn :)

Jæja, best að fara að flikka upp á fésið á sér og gera sig inviting fyrir farþegana. Ekki þýðir að líta út eins og rusl úr Árbænum! Hana nú!!!
Hvað bíður mín svo í næstu viku, það er spurning..........

|