miðvikudagur, ágúst 31

Lúinn líkami og algjör þreyta

Ój bara! Ætlaði þvílíkt að sofa út en vaknaði kl. 10 og gat ekki sofið lengur.
Svo virðist sem ég er búinn að missa þann hæfileika að sofa út eða lengur en til 10 á morgnana. Svo nú sit ég hérna fyrir framan tölvuna og er að reyna drita einhverju áhugaverðu niður fyrir ykkur að lesa......
Annars er þetta skítamorgun, veðrið alveg ömurlegt og vinnuvélarnar fyrir utan að gera mig vitlausan. Ég er með verki í öllum líkamanum og mikil þreyta er komin yfir mig. Í gær var fimmta morgunflugið mitt í röð og verður það að viðurkennast að það taki sinn toll á kroppinn, þó svo að þetta sé allt gaman og það.....10 lendingar á 5 dögum, það er bara slatti skal ég segja ykkur. Köben var fín, kom þó soldið á óvart þar sem ég var búinn að mála skrattann upp á vegginn um að þetta yrði nú frekar leiðinlegt. En svo endaði ég bara upp á herbergi með mat og nammi og fór í gott og langt bað, sem gaf mér fína asfslöppun.
En í dag ætla ég að taka því rólega. Pæling er að hitta hinar fluffurnar ef eitthvað verður úr því, eða jafnvel hitta mína ástkæru vini. Þangað til ætla ég að liggja upp í rúmi og knúsa tuskudýrin :) Hvað er annars merkilegt að frétta??? Hmmm.......Ekki svo margt.......
Dúskurinn er kominn á eitt enn kaflaskiptið, eða svo virðist það vera. Það er aldrei að vita hvað tekur við næst núna á næstu dögum. Málið er víst að horfa á það með björtum augum og vera jákvæður :) Ég er að pæla í að fara að tileinka mér það nýja lífsviðhorf góðs vinar míns að sjá hamingjuna í litlu hlutunum. Enda er það alltof sjaldan sem maður gerir það í raun og veru. Jæja rúmið kallar og skyrið inn í ísskáp bíður :)

Heyri í ykkur later!

|