þriðjudagur, maí 3

Ár og aldir síðan seinasta blogg

Já ég ætla sko ekki að leggja meira á ykkur!
Minns bara búinn að vera í letiskapi varðandi bloggið og ekki komið neinu niður í háa herrans tíð. En það er rólegt í vinnunni í dag svo það er tímabært að skella inn smá klausu.
En um hvað á ég að rita??? Ekki neitt svo merkilegt að segja frá. Sumarið er komið og sólin farin að skína. Gott að finna fyrir hlýjunni og birtunni.
Það fer að líða að því að ég kveð KB samsteypuna, bara rúmar 2 vikur þangað til. Ég finn strax fyrir söknuði, enda ekki slæmur hópur sem ég starfa með :) En maður á alltaf að endurnýja sig og prófa nýja hluti, ekki satt?

Við fluffurnar erum orðin frekar þreytt. Sum okkar erum búin að vera í 100% vinnu alla daga og hin í prófum. Þó svo að við skemmtum okkur alveg frábærlega saman og höfum gaman af því sem við erum að læra þá þreytan farin að segja til sín. Enda ekki skrítið!
En það fer að koma að því að við förum í uniformin og upp í háloftin. Gaman saman!!!
Þó verð ég að viðurkenna að smá kvíði er kominn í mig. Bæði slæmur og góður......

En sumarið býður upp á mikla möguleika og lots af ævintýrum........

|