miðvikudagur, maí 18

Tilhlökkun og gleði, með smá sorg í hjarta

Klukkan næstum orðin 12 og ég ennþá á fótum. Var að enda við að horfa á vinkonu mína hana Opruh, enda getur maður ekki misst af góðum þætti með henni. Í kvöld var hún að fjalla um okkar ástkæru "Aðþrengdu eiginkonur" og mikið sprellað. Nallinn minn kominn upp í rúm og ég á leiðinni.
Í gær var ég í flugi til London og gekk það bara svona rosalega vel. Pökkuð vél og nóg að gera. Ætli þetta starf eigi ekki bara ágætlega við mig, eða allavega held ég það. Þó á ég erfitt með að trúa að ég muni nokkurn tíman geta vanist því að vakna klukkan 4 að morgni til. Hmmm, já hvað gerir maður ekki fyrir ævintýri lífs síns, hehe. Komst þó heim ómeiddur þó svo að ég væri á leið að sofna í klofið á mér. Svo á föstudaginn er þjálfun í 767 og snyrting í næstu viku og svo próf. Þá er þetta búið loksins og eftir bíður vinna. Tilhlökkun í gangi sko!

En á morgun er seinasti dagurinn minn í KB. Verður að viðurkennast að það er slatti af sorg í hjartanu núna. Þó svo að ég bið spenntur og fullur tilhlökkunar fyrir flugið þá finnst mér það frekar miður að þurfa skilja við allt þetta góða fólk sem ég er að vinna með. Einnig skil ég eftir frábært verkefni sem ég og hún Ágústa mín komum af stað og hefur það þróast og dafnað mikið síðast liðið hálf ár. Og nú er ég á förum og skil "litla barnið" mitt eftir *snökkt*
Já nýjir tímar, ný ráð sagði einhver og nú sumar tímar með sólskins ráðum! Allt er þetta hluti af áætluninni og enn meiri reynsla í bankann :) Já, en samt er ég smá dapur.............

Kakan bíður á bekknum tilbúin og nýbökuð. Á morgun lýkur einum kafla, frábærum kafla og næsti tekur bráðlega við. Þegar maður hefur fundið góða bók er erfitt að leggja hana frá sér, en til hvers að lesa bara þessa sömu þegar fleiri bíða upp í hillu?

Samt er ég smá dapur.................

|