föstudagur, mars 25

Kjána Dúskur, en nennir ekki að svekkja sig!

Jæja silly billy sko. Já bara vika í árshátíð KB og Dúskurinn tók ákvörðun um að setja saman eitt dress og taka þetta út á kæruleysinu. Fór og shoppaði slatta af efni í jakka og dreif sig svo heima og setti saman eitt stykki buxur. En þegar komið var að jakkanum fannst ekki sniðið og tíminn tikkar. Jamm, hefði svosem átt að athuga með sniðið áður en efnið var keypt, hehe!
Kannastu við þetta Jómbi minn???
Jæja, smá svekktur, þó mest vegna kjánaskapsins að ekki hafa tékkað á sniðinu áður en peningunum var eytt. En OK, fer þá bara í jakkafötunum hinum sem hanga inn í skáp og by the way, þeim einu sem undirritaður passar í!!!
Uppgötvaði það um daginn að allt virðist passa eitthvað akkurat eða tæplega það......Já, var víst ekki búinn að gera ráð fyrir því að stækka allur með þessu átaki mínu í ræktinni. Rassinn er allur orðinn kúlulaga og "stór" og brjóstkassin farinn að þenjast út í skyrtum og peysum.......
Don´t get me wrong, finnst þetta æði, en hef bara ekki reynslu af því að ekki passa í fötin mín allt í einu, allavega ekki á þennan veg.
Oh well, þýðir ekki að svekkja sig meira á þessu, efnið verður að bíða til betri tíma :)

En eins og flestum er kunnugt þá er komið páskafrí og ég er svona frekar eyrðarlaus. Þó svo að saumaskapurinn hafi svosem átt mest allan huga minn, þá finn ég fyrir því að ég er ekki of comfortable í þessu fríi. Enginn vinna og enginn skóli.....Kannski að maður taki upp skólabækurnar og reyni að nýta tímann.....
En næsta vika er pökkuð bæði í skóla, vinnu og skemmtanalífinu. Verkefnin hrannast upp í KB og svo er ég á leið í Leifsstöð í smá flugvéla-ævintýri með fluffunum sætu. Nú svo á föstudaginn er "fluffu fýllerí #2", enda höfum við krakkarnir beðið spennt eftir þessum degi :)
Núna verður Mexico-þema, og mikið dansað og drukkið, salsa tónlist og margaritas!
Nú svo daginn eftir er KB-hátíðinn, svo það þarf að hengja Dúskinn upp á snúru eftir á :)

Við fluffurnar uppgötvuðum að það liði í raun vika þangað til við sæjumst næst og vorum ekki alveg viss hvernig við áttum að höndla það. Þegar maður er farinn að eyða svona miklum tíma, marga daga vikunnar með einhverjum þá allt í einu fær maður fráhvarfseinkenni. En mér finnst þetta bara cool, að hafa hitt svona frábæra krakka til að deila svona skemmtilegri reynslu með :)

Jæja, búinn að losa mig við gremju dagsins (saumaskapurinn) og get haldi áfram að "slaka á" í fríinu langþráða. Þangað til næst.

Ciao bella!

|