sunnudagur, apríl 18

Sunnudagur........Oh gosh!

Úff púff!!! Ég hata sunnudaga. Þetta eru dagar sem gera það eitt að lengja biðina í vikuna sem er að koma!!! Ble! Svo situr maur hérna úldinn heima og er að reyna vera hress en það sem hangir yfir hausnum á manni er bara vinnuvikan framundan......
Jájá. OK. Ætlaði nú ekki fara að gera drama úr þessu, en varð bara að koma þessu út úr mér. Líður miklu betur núna :)
By the way. Það voru samt svo sem enginn komment á seinasta blogginu mínu (nema Mr. Bob). Er ég með ömurlegan smekk á karlmönnum eða hvað??? Hélt nú að minnsta kosti að hommarnir mínir tveir myndu kannski láta skoðanir sínar vaða.....

Veðrið í dag er þó gott. Loksins er sólin farin að láta sjá sig, enda tími til kominn. Var farinn að fá alveg nóg af öllu slabbi og regni. Það er kominn sumarfílingur í mig. Ég finn það á mér að þetta eigi eftir að verða athyglisvert sumar en ég get svo sem ekki sett fingurinn á það hvað það er nákvæmlega..............Þó er einhver órói yfir mér um þessar mundir, en þið sem þekkið mig vitið afhverju. Segjum sem svo að bíð eftir niðurstöðum er ekki skemmtilegur tími, þó sérstaklega þegar maður hefur beðið í mánuð.............
En nóg um það drama, ætla ekki einu sinni að fara út í það núna. Þarf að gera það bestu úr deginum í dag, annars suckar vikan.

Úúúúú!!! Næsta föstudag verður djamm aldarinnar. Óperugyðjan mín og IDOL-stjarnan er að dimmitera föstudaginn næsta og mig hlakkar ekkert smá til. Kannski vegna þess hvað ég man vel eftir minni dimmiteringu eða þá er ég líka kannski bara svo stoltur af vinkonu minni:) Sem reyndar minnir mig á eitt.......Mamma fór allt í einu að tala um það hvað ég er alltaf svo ánægður og stoltur af afrekum vina minna. Og hvað ég virðist alltaf gleðjast svo mikð fyrir þeirra hönd......
Hef nú kannski ekki pælt mikið í þessu fyrr en nú, en ég sem er oftast alltaf með hugann við eitt - MIG! En OK, það er líklegast rétt sem hún var að segja. Ég hef rosa gaman af góðum árangri ástvina minna, enda ekki nein önnur ástæða til. Þó sérstaklega þegar maður á vini eins og ég.
Nú bestu vinkonur mínar eru báðar á kafi í söng, frægð og frami sko! Ein er ótrúleg óperugyðja með þokka á við 10 og hin er poppdrottning (með þokka á við 10) í nýrri hljómsveit sem á eftir að slá rækilega í gegn! Nú svo eru það karlkynns vinirnir sem eru náttlega alltaf að grúska eitthvað......... Annar náttlega alltaf í blöðunum, eða sjónvarpi, eða auglýsingum eða......já segjum sem svo að hann er alltaf in the spotlight. Nú fyrir utan það hvað hann er góður hönnuður og ómissandi útstillingarstjóri hjá einu af stærsta fyrirtæki landsins (og með þokka á við 10). Hans betri helmingur er náttlega nýjasta hetja hópsins. En hann er nýlega búinn að fá góða launahækkun og stöðuhækkun með eina heila búð með!!! Talandi um "success"!!! Nú svo er bara að bíða þangað til hann eignast allt draslið , hihi! (svo er hann með þokka á við 10) Það er náttlega ekki skrítið að maður gleðjist yfir afrekum þessa vina sinna, afrekin koma bara á færibandi. Og einhvern veginn þarf maður að lifa þessa drauma út, þó ekki nema í gegnum vini sína. Ekki er það margt sem gerist hjá mér.....*sigh* En til að pakka inn dramanu, þá leyfi ég mér að segja þetta:
"Líkur sækir líkan heim - Takes one to know one"
Svo kannski er ég ekki svo aftarlega í afrekunum......Hvað segja vinir mínir???
Mitt hlutverk í lífinu er þó þetta; Að láta muna eftir mér. Að fólk geti sest niður og hugsað um mig sem eitthvað gott og jákvætt sem hafði góð áhrif á tilveru þeirra, þó ekki nema í smá tíma...........

WOW!!!! Alltof djúpar hugsanir núna sko.........Manni er nánast farið að svima! Best að koma sér tilbaka í sama gír, hrokann og grunnhyggjuna :) hehe! Það er svo þægilegt að vera snobbaður og shallow!!!
Jæja, ég ætla að vakna til lífsins og finna mér eitthvað að gera :)
Sólin skín og dagurinn is waiting to happen!!! See ya all around, og kommentið nú smá á þessa spekina mína, OK?

Guys I´m so proud of you!!!
Ciao!

|