miðvikudagur, apríl 21

Í sól og sumaryl.......

Jamm og jæja!
Bara nánast komið sumar og veðrið fer ört batnandi :) Loksins!!! Ég rölti niður Laugarveginn í dag í þessari fínustu blíðu og hita. Það lá við að ég færi næstum að syngja af gleði, hihi.

Eftri seinasta blogg mitt var ég næstun farinn að skæla. Þetta var allt eitthvað svo fallegt og harmónískt að það hálfa var nóg. En án þessa að gera lítið úr hugsunum mínu þá er ég vanalega ekki svona væminn. Þetta var bara svona móment sko.......
Sumir voru þó ekki alveg eins ánægðir með speki mína eins og aðrir. Minn betri helmingur setti bara upp skeifu og kvartaði stíft yfir því hve ótillitssamur maðurinn hansa var með því að ekki nefna afrek hans neitt nánar. Ég spurði hann bara hvort hann ætlaði að grenja yfir þessu lengi og fór svo út og fékk mér ís :) Love is in the air!

En svona til að breiða yfir þetta allt að þá fannst mér ég ekkert þurfa að nefna það eitthvað frekar hvað ég er stoltur af mínum manni. Það skiptir engu máli hvað hann tekur sér fyri hendur eða gerir eða er. Ég verð alltaf stoltastur af honum. Hann er minn, ég á hann og því get ég ekki orðið stoltari. Það þarf nú enga smá hetju til að þola mig öll þessi ár :)

En nóg af þessari helvítis væmni alltaf!!!
Á morgun er sumardagurinn fyrsti. Og það eina sem það þýðir fyrir mig er FRÍ.
Ég vona bara að það verði gott veður, þá kannski maður dragi karlinn sinn út í pylsu og ís :)´Í kvöld er svo tískusýnig hjá FG.......það verður spennó að sjá hvað krakkarnir eru búin að gera skemmtilegt. Kannski maður kíki á hommana tvo í 101........

Gleðilegt sumar krakkar!!!
Ciao!

|