þriðjudagur, júlí 11

Og það hægist á tímanum....

Jæja, tveir dagar síðan komið var heim frá Sunny San Fran, og verður það að segjast að miðað við núverandi veður hefðum við betur átt að vera úti. Vaknaði fullur huga í morgun, tilbúinn í ræktina. Steig fram úr, leit út og dróg fljótlega fyrir gluggan aftur. Ekki mikill ofurhugur í Dúsknum að skella sér út í rokið og rigninguna. En meltum þetta aðeins og sjáum svo til hvað setur er lengra líður á daginn :)

En San Fran ferðin okkar Þóru var ÆÐI! Þó svo að útlitið var ekki gott að komast í loftið á brottfarardegi, mikil seinkun, ákváðum við að gera bara gott úr þessu og hafa gaman af. Spáð var góðu veðri í borginni og ætlunin að slaka bara á og njóta lífsins. Ferðalangarnir tveir sem voru í för með okkur skemmtu sér konunglega, enda ekki annað hægt í útlöndum og hita og sól :)
Minn betri helmingur komst þó ekki með í ferðina vegna óviðráðanlegra ástæðna, og varð hann því að vera heima og passa heimilið.....
En til að gera langa sögu stutta, skelli ég nokkrum myndum til að gefa ykkur smjörþefinn af því sem átti sér stað um helgina! :)

|