sunnudagur, júlí 16

Minntist einhver á sumarið???

Veðrið hér á landi ætlar ekki að vera okkur í hag. Það er komið um miðjan júlí og regnið heldur áfram að hellast yfir okkur. Íslendingar virðast vera orðnir þreyttir á ástandi sumarsins og farnir að leita á erlend mið. Sjálfur þakka ég Guði fyrir vinnuna mína og möguleikann að geta farið af landi inn á milli til að breyta um umhverfi og veðurfar. Þurfti ekki að fara lengra en til Danaveldis í gær til að sjá að veðurguðirnir eru öðrum löndum hliðhollir en ekki Íslandi! Annars finnst mér eins og sumarið hafi liðið óhemju fljótt. Ágústmánuður fer að stíga í garð og haustið handan við hornið. Skólinn fer að byrja og spurningar vakna um komandi vinnumál.....
Ég halla mér þó aftur og slaka á og leyfi hlutunum að gerast, því það er víst ekkert sem við fáum ráðið við því sem ætlað er. Hef þó hugsað mér að ná enn meiru úr sumrinu, svona rétt til að fyllast orku fyrir veturinn :)

Annars er ég með eina ósk: Ég vildi að ég gæti flogið!

|