sunnudagur, júní 5

Dúskur á ferð og flugi

Jæja fólkið. Smá tími síðan seinast. Búið að vera mikið að gera, enda ekki skrítið þar sem Dúskurinn er kominn á fullt að fljúga. Við útskrifuðumst 27.maí s.l með pomp og pragt! Mikið var gaman að loksins fá skírteinin sín og geta farið í starfið eins og vera ber :)
Að sjálfsögðu var haldið út um kvöldið til að borða saman og halda upp á tilefnið. Sem sagt mikið djammað og mikið djúsað, hehe!

Nú þegar er ég búinn að fara í tvö flug, eitt til Frankfurt og hitt til London. Já, ég held bara að þetta eigi bara vel við mig þetta starf, þó svo að næturnar sumar hafa verið soldið svefnlausar, hehe. En svo á morgun er ég að fara í mitt þriðja flug......eða kannski 3 og 4......Sjáið til það var hringt í mig í kvöld til að biðja mig að fara í smá verkefni fyrir Lofteliðir til VARSJÁ!
Jú takk fyrir góðan daginn!!! Planið var reyndar að ég ætti að fara til New York á morgun, sem ég geri, en svo þarf ég að fara í leigu flug til Varsjá í Pólandi þaðan, og svo til Köben og svo heim. Já þetta verður heljarinnar ferðalag, en samt sem áður spennandi.......I hope!
Það eru reyndar blendnar tilfinningar um það vera að heiman alveg fram á fimmtudagskvöld!!!
Já, eins sagt var við okkur, þá er aldrei hægt að ganga að þessu starfi vísu :)

Jæja, ég skrifa soon og læt ykkur vita hvernig gengur.
Bon voyage!!!

|