miðvikudagur, maí 26

Summertime, and the living is easy....

Jæja. Sumarið komið, sólin farin að skína og fuglarnir syngja sitt hæsta.
Ég sit sem sagt innilokaður í helli dauðans alla daga og sé ekki út úr augunum.....hvað þá sólina...... En allt er gott sem endar vel, og finnst að hlutirnir virðast ekki ganga í manns eigin hag þá er bara að teygja sig eftir þeim og láta þá gerast!

Sumarfrís hugleiðingarnar eru á enda og allt er klappað og klárt. Við karlar erum á leið til höfuðborgar fjör og gamans þ.e. LONDON!!! Það var bara hrökkva eða stökkva og skella sér á eitt stykki utanlandsferð, sérstaklega þar sem verðið var ekki til að tala um. Svo án þess að tala við mann eða músa pantaði ég far handa mér og mínum. Þar sem við fórum til sólarlanda í fyrra þá var ákveðið að stefna á eitthvað meira menningarlegt og soldið svona civiliserað og fara til borgar sem aldrei sefur.......eða var það önnur borg.....hmmmmmmmmmm. Anyways! Þetta verður góð afslöppun til að gera bara ekki neitt, versla, éta, versla og éta meira og......bara já...mmmmmmmm!
Það eru sem sagt 3 vikur í herlegheitin takk fyrir góðan daginn. Bon voyage!

Annað er ekki mikið að gerast í mínu lífi um þessar mundir. Same old shit, eins og þeir segja "in the states"! Það er eitthvað að vefjast fyrir mér hvort ég eigi að drullast til að kaupa mér eitt svona kort í svona kroppastöð.......langar ekki að vera einhver hræsnari og þykjast vera æfa rosa healthy og svo gera það ekki.....Annars er þetta bara spurning um staðfestu, ekki satt? Svo líka það að kroppurinn minn mætti nú alveg fá smá treatment sko, hmmmmmmmm! En hvað get ég sagt???

Jæja, best að fara að gera eitthvað að viti, þótt ekki nema sortera í fataskápnum sínum.....
Ciao!

|