föstudagur, maí 5

Þankar á ferð og flugi

Var hugsað til þess hve mikilvægt það er að eiga góða að. Í hversdagsleikanum og raunveruleikanum er oft erfitt að sjá hvað er rétt og rangt í lífinu og einföldustu hlutir verða oft mesta basl að ráða við. Svo koma tímar sem eru hreinlega yndislegir og hjartað tekur kipp af æsingi og tilhlökkun. Ævintýri bíður handan við hornið og á endanum er það staðreyndin að geta deilt því, bæði gleði og sorg með þeim er manni stendur næst. Já......ætli það sé ekki það sem mestu skiptir máli að geta deilt reynslu sinni og minningum með einhverjum öðrum en sjálfum sér og get horft tilbaka og brosað......

Í gær kláraði ég seinasta dag af þrem á upprifjunarnámskeiði Icelandair. Skráin er komin út og flug bíður mín í enda mánaðarins. Einbeitinginn kannski ekki í besta stabdi en það sem gerði þetta svo frábærlega gaman var að geta verið með góðum vinum sem setja bros á varir mínar við minnst litla. Hluti af fluffunum mínu voru með mér á þessari upprifjun og klárlega skemmtum við okkur vel saman. En einmitt vegna þess fóru þessar pælingar í gang í hausnum á mér í dag og ég sit með bros á vör hugsandi tilbaka á seinustu daga....

Já, nýr dagur og Dúskurinn búinn að vera soldið latur við að blogga.
Flutningurinn tók frekar mikinn tíma af manni til að geta áorkað eitthvað meira en það sem krafist var af manni, en guð sé lof að sá kafli er búinn og hægt er að snú sér að öðrum meira áhugaverðum hlutum, í næstu viku bíður okkar London og svo óvissan....já það er gaman að vera til!!!!

|