þriðjudagur, mars 14

Vinir mínir og vinir þeirra...

Já á góðum þriðjudegi er alltaf gott að setjast niður og hugsa um lífið og tilveruna, þó sérstaklega þegar einbeitingin er ekki upp á sitt besta og kvefið alveg að drepa mann.
Var að pæla að tileinka þetta blogg vinum mínum og ætla í kjölfari þess að segja ykkur frá þeim örlítið. Ég hef eignast marga vini í gegnum tíðina, margir hafa komið og farið og margir eru enn til staðar. Það er svo gaman að kynnast nýju fólki og deila skoðunum og læra nýtt. Enda er mottó Dúsksins þettta árið: Að umkringja sig með fólki sem fær mann að líða vel. Hér eru nokkrir sem spila stóru hlutverki í líf Dúsksins í dag:


  • Nýjustu meðlimir í vinahópi Dúsksins eru að sjálfsögðu "Fluffurnar fræknu. Þetta gæða fólk átti hug minn allan á þeim tíma er við fórum saman í gegnum þær frábæru raunir hjá Flugleiðum. Fyrir utan skemmtilegt starf og frábært ævintýri , eignaðist ég 18 nýja vini. 4 af þeim eiga sérstakan stað í hjarta mínu og ég hef mikið lært af þeim. Þessar stelpur tala ég við daglega og ég get kallað þær með góðri samvisku góðar vinkonur. Í þeim fann ég fróðleik, visku og óendanlega skemmtun. Einn risastór pakki fullur af góðgæti og bara þeim molum sem maður finnst góðir :) Lilja, Þóra, Íris og Kittý. Takk fyrir mig, þið eru ótrúlegar og skál fyrir nýrri vináttu!

  • Á förnum vegi kynntist ég henni Ernu Rut. Þessi stelpa er með kímnigáfu sem hrífur alla. Hún er með viðhorf til lífsins sem fáir hafa, viðhorf sem bæði lýsir heilbrigði og jákvæðni. Erna er líka ein af þeim manneskjum sem veit svo ótal margt. Hún er án efa ein af þeim fróðari manneskjum sem ég þekki. Mörg góð ráð hafa komið frá henni Ernu og það sem meira skiptir hlátur. Með Ernu getur þú bókað hlegið og eftir á liðið svo rosalega vel :)

  • Í KB samsteypunni miklu er það hún Ágústa mín Hera. Þessu gæðablóði kyntist ég í Krigluútibú fyrir 3 árum síðan og hófum við saman merkilega ferð í Söludeild bankans. Góð og náin vinátta samhliða frábæru samstarfi myndaðist og fyrst og fremst mikið traust og virðing fyrir skoðunum hvors annars. Ágústa mun ávallt vera minn númer 1. team member og góður vinur í raun.

  • Næst er það hún Alma mín. Ölmu kynntist ég í FG og seinna meir í söngnámi í skólanum Sönglist. Sameiginlegt áhugamál batt okkur saman, en vináttan varð traust og góð. Þessi stelpa skýrir í lifandi mynd orðin gæði og metnaður. Hún er án efa vinur vina sinna og ég óska henni alls hins besta í nýjum verkefnum út í heimi. Hún er einnig mín hetja for the moment, enda ekki skrýtið þar sem hún er að lifa út draum okkar beggja!

  • Thelma Hrönn - Diva O´life! Já fá orð geta lýst þessari stúlku, enda er hún með yfirburðum stelpa með klassa. Syngur eins og fagur fugl og lítur út eins og kvikmyndastjarna. Farvegur Thelmu er frægð og frami. Við kynntumst í söngleiknum Hárinu í FG og ætli það hafi ekki verið spekingslegar umræður og sama kímnigáfa sem að lokum gerði okkur eins og samlokur. Thelma brosir sínu breiðasta hvert sem hún fer enda er það einn af hennar stórkostlegu kostum. Seinna meir eignaðist stelpan sinn betri helming hann Daða. En Daði varð fljótt í uppáhaldi hjá okkur körlunum og þykir okkur rosalega vænt um kauða.

  • Heilaga þrenningin. Þetta furðulega fólk hitti ég fljótlega eftir að ég og Nalli byrjuðum saman. Það leið ekki á löngu þangað til þau höfðu eignað sér stóran sess í hjarta mínu. Í faðmi þeirra var hægt að vera þú sjálfur. Hlátur, ráðleggingar, stoð og stuðningur einkenndi samband okkar. Allra helst góð vinátta! Þó svo að aðalmyndin breyttist örlítið og fjarlægðin hefur orðið meiri, þá er vináttan ekki síðri :)
  1. Elsku Fjalar. Eitt orðatiltak lýsir þér á alla vegu: One of a kind. Á seinstu árum náðum við að kynnast almennilega og ég mér leist æ betur á það sem ég sá. Þú ert komplex persóna en samt svo einföld og ljúf þegar maður að lokum kemst inn fyrir :) You´re just FAB!
  2. Elsku Jómbi. Þú ert þessi týpa sem flestum líkar við. Þú ert með hæfileika oft beyond your own knowledge og mikill humoristi. Það sem kom mér mest á óvart var hvað þú ert mikill spekingur, mikið af djúpum pælingum í þessum heila :)
  3. Elsku Ella. Smitandi hlátur og endalaus humoristi ertu í mínum augum. Jákvætt hugarfar þitt fyllir mig af vellíðan, fyrir utan hvað þú ert oft mikill viskubrunnur. Þó er kjánaskapurinn ekki langt frá :)

  • Svo er það hún Eygló mín. Hvar á ég að byrja að lýsa henni Eygló minni. Hún er án efa minn eini sanni sálufélagi, systir mín og "kærasta". Án hennar væri ég ekki á lífi í dag enda kom hún mér í gegnum mína verstu tíma. Þetta er vinur í raun, með stórt hjarta sem slær ört. Þrátt fyrir langa fjarveru fundum við hvort annað á ný, en það sannaðist að vinátta eins og þessi er sönn á sér engin tímamörk. Með Eygló við hlið mér líður mér eins og heima. Ég elska þig dýrlega kæra vinkona, þú ert allra best!

  • Svo eru það mínir elstu og bestu vinir. Skötuhjú sem eru engum lík. Þessi tvö eru mín stoð og stuðningur og án þeirra væri lífið varla vert að lifa. Sterkari einstaklingar er erfitt að finna! Ég er á því að í fyrra lífi ákváðum við í sameiningu að eyða saman þessu lífi. Ég þakka þessum tveim fyrir að gera mig að þeim einstaklingi sem ég er í dag. Elsku mamma og pabbi, ég elska ykkur meira en orð fá lýst! Allt sem ég geri, geri ég í nafni ykkar :)

  • Að lokum er það minn betri helmingur......Elsku Nalli, þú ert minn allra besti vinur og elskandi. Þú ert það fyrsta sem ég sé á morgnana og seinasta sem ég sé á kvöldin. Okkar saga er enn á byrjunarstigi, við skrifum hana saman as we go along. Tilfinningar mínar til þín eru svo miklar að oft veit ég ekki hvað ég á gera við þær. Í gegnum góða tíma og slæma tíma höfum við ávalt risið upp aftur og sterkari en áður fyrr, en til þess var leikurinn gerður :) Takk fyrir þig, takk fyrir að hjálpa mér að verða betri enn ég er og fyrst og fremst, takk fyrir að elska mig!

Marga má við bæta sem hafa á einn eða annan hátt snert mig, en hér var tekin rúsínan í pylsuendanum. Mig langar að þakka ykkur kæru vinir fyrir að auðga líf mitt með öllum ykkar hæfileikum og gæfu. Það er ekki annað hægt en að segja að þið eruð "elite hópur" í vinahóp Dúsksins. Ég tek ofan fyrir ykkur og segi: Takk fyrir mig!

|