fimmtudagur, apríl 21

Sumardagurinn 1.

Hvað haldiði???
Sumarið bara komið og veðrið þokkalegt. Já dagurinn í gær var stórkostlegur, sól og hiti og hinn besti dagur. Endaði vinnudaginn á því að kíkja í smá Mastercard teiti með vinnufélögum og svo á tískusýningu. Var í góðra vina hóp og var þetta hinn skemmtilegasti dagur, enda ekki hægt annað í veðri eins og þessu :) Enduðum við á Enriqos til að fá okkur smá snæðing en þegar þangað var komið djónaði minn betri helmingur okkur. Já góð byrjun á sumarinu.
Ég hitti þarna góða kunningja vinkonu mína hana Meir og áttum við gott spjall. Hún var í smá fríi hér klakanum en dívan fluttist til Ameríku fyrr á árinu og kann hún bara vel við sig.
En fyrsti sumardagur ársins var eins og ætlað. Vaknað seint, drifið sig í ræktina og svo bara legið í leti og sett í þvottavél. Já, voða rólegt, voða gott.

Annars er ekki mikið að segja frá......Allt í blóma, og lífið gengur sinn vana gang, nákvæmlega eins og það á að gera. Karlinn minn kominn í nýja vinnu og (meira að segja tvær) og líkar bara vel og ég á fullu að undirbúa brottför mína úr minni og yfir í aðra :) Já allt að gerast eins og þeir segja og enginn tími til að stoppa. Svona á það að vera!

Gleðilegt sumar!

|