miðvikudagur, september 3

Celebrate good times.........Come on!

Jæja kæru vinir!
Sorry að ég hef gleymt ykkur í nokkra daga. Það fór víst alveg eins og ég spáði. Eftir að ég hætti í bankanum gleymdist bloggið og þið líka gott fólk. En ég er kominn aftur, allavega til að kveðja! You see, í fyrramálið förum við karlar út!!!!
Gaman saman!!!
Ég er ekki alveg að fatta að það sé að koma að þessu, er eitthvað voða chillaður á því. En reyndar vaknaði ég með mestu magapínu dauðans! Og það var ekkert annað en tilhlökkunarfiðringur skal ég segja ykkur. Ég er semsagt búinn að gera allt sem ég ætlaði að klára áður en við færum út. Er búinn að þrífa heima, fara í gegnum fataskápinn, þrífa bílinn, fara í söngskólann og koma honum af stað, borga alla reikninga, fara í apótekið að kaupa lyf, ég litaði á mér hárið, náði í farseðlana, keypti gjaldeyri og svo er ég akkurat núna að klára buxurnar sem ég var að tala um að sauma. Þannig að eina sem eftir er, er að pakka niður, kveðja góða vini og tékka okkur inn í kvöld (sem er voða sniðugt).
En furðulegt hvað við erum eitthvað rólegir með þetta. Mmmmmmm..........kannski er maður orðinn of gamall fyrir ferðastress????......................RIGHT!!!! Það verður örugglega löng nótt fyrir höndum :)

Og hvað er svo að frétta??? Ekki neitt eiginlega. Er semsagt kominn í ORLOF eins og Fjalar kallar það. Það hefur sem sagt ekkert gerst í vinnumálum hjá mér, allavega ekki ennþá. Ég vona bara og bíð og reyni að líta á björtu hliðarnar.................FUCK OFF! Nei í alvöru, talandi um ömurlegt að vera atvinnulaus. OK, ég er nú reyndar bara búinn að vera án vinnu í ............3 daga og er ég farinn að væla eins og breimandi köttur, but still! This sucks! Ég kann bara ekkert á þetta. En OK, best að gleyma þessu í svona tvær vikur eða svo, því það skal sko ekkert eyðileggja ferðina fyrir mér og mínum. Always look on the bright side of life!
Damn! Bara ein skálm búin, og ég er orðinn svangur.....Gotta eat!

Jæja, búinn að borða og fara kaupa rúðupiss á bílinn. Best að halda áfram með buxurnar svo að ég verði ekki langt fram á nótt að klára þær................................

OK, búinn að sauma, búinn þvo þvottinn, búinn að gera allt. Nú er bara að henda niður fötunum í töskurnar og hendast síðan út á Hótel Loftleiðir til að tékka okkur inn. Ágætt að gera það í leiðinni til Fjalars á eftir. Nalli hlýtur að fara að koma heim úr vinnunni, ekki nema hann ætlaði að kveðja Tínu beint á eftir............
Jæja lömbin mín, þá ætla að ég að kveðja ykkur í bili. Við erum farnir af fróni í góða veðrið. Vonandi rekumst við á eitthvað gott netkaffi þarna úti svo að þið fáið einhverjar djúsí sögur að utan.

Þangað til næst, vonandi á Kýpur eða kannski bara heima.
Au revoir! Bon voyage!

Dúskur segir: Blæ blæ!!!

Celebrate good times.........Come on!!!

|