laugardagur, október 6

Dialouge

Það var 28 stiga hiti og sól í New York í gærdag. Ég var búinn að eyða fyrripart dags í Central Park, kófsveittur, með Gatorade í hendi í powergöngu að spóka mig um. Sólin var að baka mig og ég dauðsá eftir því að hafa ekki skellt mér í stuttbuxur og hlýrabol, frekar en það sem ég klæddist þarna í hitanum. New York búar eru annaðsamt fólk. Út um allt var fólk að ganga með hundana sína, skokka eða hjóla. Í eyrunum var handfrjálsi búnaðurinn tengdur símanum, en ég gerði mér upp þá hugmynd að hér væri fólk á ferð að kaupa og selja hlutabréf. Engin sekúnda til spillis.........Ég ákvað að kæla mig niður í loftkældum verslunum borgarinnar og hélt af stað í áttina að 5. breiðgötu og í átt að verslununni sem hún Rachel í Friends vann svo lengi í . Sólarhring seinna er ég með hálfgerðar harrsperrur í kálfunum, enda ekki stuttar vegalengdirnar í heimsborginni miklu.

Stóra ferðalagið mitt frestaðist um viku! Mér til mikilla vonbrigða........Það er bara að vonast til að við komum okkur loks af stað eftir helgi. En helgin er framundan og tími til afslöppunar, bara ef veðrið gæti skánað eitthvað og sólin á klakanum látið sjá sig...........

|