þriðjudagur, ágúst 15

Gay Pride á enda og haustið tekur við...

Já helgi ársins er liðin og haustið farið að renna í garð. Gay Pride 2006 tókst að venju með príði, enda ekki við öðru að búast á gleðidegi eins og þessum :) Við karlar skelltum okkur í göngu um daginn og drifum okkur svo út að borða um kvöldið. Rómantíkin í hámarki hjá okkur, hehe!
Skutlðuðumst svo snöggt heim til að henda sér í djamm fötin og svo bara ball! Vorum búnir að safna að okkur hópi vina til að tjútta með um nóttina.....Eftir langa bið í röð komst helmingur hópsins loks inn, tveir og hálfur hommi og dönsuðum fram á rauðan morgun! Stuð, stuð, stuð!!!
Er ekki alveg frá því að ég hafi verið svoldið eftir mig í gær í flugi :)

Ágústmánuður er þó hálfnaður og skólinn handan við hornið. Mikil tilhlökkun er komin í kappa, enda langt síðan hann settist á skólabekk. Það er bara að vona að mér takist að samræma þetta með fluginu, því Dúskur mun allavega vera í háloftunum út septembermánuð :) (vonandi meir)
En að lokum langar mig að óska manninum mínum til hamingju með nýju stöðuna. Í dag er fyrsti dagurinn hans á nýjum vinnustað, þar sem hann mun bráðlega gerast verslunarstjóri!
Til hamingju elskan mín! Ég er stoltastur í öllum heiminum :)

|