laugardagur, febrúar 26

Gott er nú blessað veðrið!

Jæja sit hérna in work og hef það bara náðugt. Fallegt veður úti og veðrið yndislegt, soldið svalt en frísklegt og ég bara búinn að fara ræktina og púla :) Þvílík unun að hreyfa á sér spikið svona inn á milli, vildi bara óska þess að ég hefði meiri tíma fyrir það en ég geri....
Ég er að reyna að koma mér í gegnum nokkur verkenfi hérna sem þarf að vera klárt fyrir mánudaginn. Vikan og sólarhringurinn er bara ekki nógu langur! En ég er að fara í þjónustuflug til Köben á mánudagsmorgun og því er ég hér til að klára mín heimaverkefni :) Það er svosem ágætt á meðan maður skemmtir sér vel líka.

Annars ekki mikið að frétta.....nema bara þetta sama venjulega. Nóg að gera og fullt af nýjum hlutum að læra og kynnast, bæði í vinnu og námi. Stundum er ég sannfærður að þetta sé besti skóli lífsins að hafa nóg að gera og kynnast nýjum hlutum endalaust :) Gæti ekki ímyndað mér lífið án þess, umkringja mig með ævintýrum og verkefnum og safna minningum til að eiga fyrir seinni tíma. Já, ég er skrítinn skrúfa!!!
Í kvöld förum við í leikhús á Vodkakúrinn. Amma gamla er í bænum og mamma ákvað að bjóða okkur öllum í leikhús í kvöld. Skemmtileg tilbreyting......

Jæja, ætla að reyna að kom mér áfram með verkin og komast heim eins fljótt og hægt er.
Ciao!


|