þriðjudagur, febrúar 15

Ég kann víst ennþá að læra!

Craziness!!! Ég fékk 9 í skyndihjálpar-prófinu í kvöld hjá Icelandair! Og er ég ekkert smá ánægður með sjálfan mig, þótt ég segi sjálfur frá :) Alltaf líður líður tíminn og dögunum fækkar alltaf þangað til ég fer í háloftin. Ég hlakka ekkert smá til, en nú seinast í kvöld var ég í tíma hjá yfirflugfreyju þar sem farið var yfir Cabin Crew regulations. Mjög spennandi, og fengum við smá innsýn í það hvernig líf flugliða er. Bara spennandi get ég sagt ykkur!!!
Bekkurinn minn er alltaf meira og meira að verða samrýmdari og var ákveðið að hafa smá teiti í byrjum mars til að kynnast betur. Líst mér vel á!

Hún Ágústa mín er búin að vera veik svo ég hef verið við stjórnvölina í vinnunni. Alltaf gaman að geta stjórnað og ráðið og sýnt hvað í sér býr, en til þess er maður þarna ekki satt, hehe!
Annars hef ég ekki mikið meira að segja. Maður bara vinnur, fer í skóla, sefur, vinnur meira, nokkrir fundir......já hvað get ég sagt. Life is good!

|