mánudagur, febrúar 7

" Góðir farþegar, velkomnir umborð"

Já, hvað getur maður sagt. Var að álpast innum dyrnar eftir langan en góðan dag.
Mikið um að vera, nóg á að taka :) Allt crazy að gerast í vinnunni, nóg af herferðum að byrja á og klára. Dagurinn líður allavega hratt og manni líður eins og maður hafi gert eitthvað af viti.
Nú eftir verkefni og fundi þrusaðist ég í þjálfun hjá Icelandair. En ef þið vissuð það ekki fyrir ætlar Dúskurinn að gerast fluffa í sumar!!! Já, viti menn, kauði komst bara í gegnum fullt af prófum og viðtölum og var einn af 55 manna hóp sem mun prýða innanverðu véla Flugleiða :)
En eins og kannski flestir vita er ströng þjálfun fram undan. 4 mánuðir, próf og læti, en eins gott að menn kunni sitt fag áður en farið er í háloftin!
Þetta er mikið að læra, en jafn framt ævintýri lífs míns og rosa gaman :) Get bara ekki beðið eftir að fá að prófa uniformið og koma mér upp út í vél!
Svo ég segi bara bon voyage, welcome on board this flight 321 to " Lala land", i´ll hope you´ll enjoy the flight!!!

Meira sem búið að er að gerast....hmmmmmm........ Jú nema hvað, Dúskur átti náttlega ammæli í sinustu viku. En varð dagurinn og kvöldið alveg eins á var kosið. Ekkert vesen, ekkert bústang, heldur bara notalegt kvöld með foreldrum og maka :)
Pabbi og mamma buðu okkur körlum út að borða í tilefni dagsins og var stefnt á Austur Indía-félagið. Þvílík unun. Þetta er sko falin perla í miðborg Reykjavíkur.

Jæja, það kom mér soldið á óvart að ég fékk afmælikveðju frá góðri vinkonu í Svíþjóð. Enda bjóst ég ekki við að hún myndi muna eftir slíkum degi, þar sem við höfum í raun ekki verið í neinu almennilegu sambandi í nokkur ár. En hún vildi fá fréttir héðan frá, svo ég ákvað það að byrja blogga hérna einlítið á sænsku líka. Bara svona rétt inn á milli , til að gera uppdate.
Þekki ég nokkuð marga úti sem gætu haft gaman af :)
Þið hin sem ekki skiljið. Gjöriði svo vel, sænska 101!

|