miðvikudagur, september 29

GSM, besti vinur mannsins!

Já eftir svo ekki alltof góðan dag í vinnunni, er ekkert betra en að koma heim í faðm mannsins síns. Skil ekki afhverju maður er að leyfa fólki að ná til sín, þegar það eina sem skiptir máli eru skoðanir þeirra sem skipta manni máli. Ég þarf víst að fara að læra að fara meira eftir orðum mínum en ég geri, þ.e að ekki vera eins meðvitaður um álit annarra eins og ég geri í raun og veru. Þú einn veist hvað og hver þú ert og þeir sem elska þig hjálpa til að undirstrika það! Já, neikvæð orð annarra muna fljótt gleymast á lífsleiðinni, enda eru það ekki orðin sem maður vill minnast.

Ég var að lesa yfir bloggið mitt síðan í gær. Vá!!! Voðalega var þetta eitthvað djúpt, svona allavega fyrri parturinn.......hehe! En stundum þarf maður að vera djúpur og kannski ekki á þann hátt sem sumir eru að hugsa......
Vikan er allavega að fara að enda, á morgun bara fimmtudagur og svo næstum helgi. Thank God!!! Get svo svarið fyrir það, ég lifi fyrir helgarnar!
Dreif mig þó í ræktina mína í morgun, var sko ekki að koma mér á lappir, enda er búið að vera einhver leti í mér seinustu vikur. Furðulegt.....Allavega lufsaðist ég loks fram úr og keyrði af stað. Fannnst að ég væri nú sko alveg að mála mig sem hræsnara ef ég gæti nú ekki einu sinni gert þetta almennilega og tekið á honum stóra mínum og gert þetta eins og ætlað var! En áherslunar eru orðnar aðrar þessa vikuna. Ákvað að þar sem brjóstvöðvarnir væru nú að stækka svo mikið og upphandleggirnir að massast að eitthvað hafði mallinn gleymst og bakið líka.......Hmmmmmm, ekki gott mál. Annað hvort verður maður "muchos hottos" eða bara sleppir því.....Hégóminn aftur að tala. Hann á það til að skjótast inn svona á milli, hehe!
Jæja, mín bíður góða spóla, nammi og snakk (ha aðhald????), og svo náttlega hlýr maður líka :)
Ég ætla að gleyma annasömum og leiðinlegum degi og flýja raunveruleikann í smá stund, allavega fram að morgundeginum. Ekkert hressir mann upp eins og góð amerísk ræma, eða kvöldstund með góðum vinum. Í kvöld er það ræman......

Jæja kæru vinir. Bon nuit a tout le monde!

|