laugardagur, september 18

Fjandinn sjálfur og allt hitt!

Góðan dag! Bara kominn í........já þið giskuð á rétt: KB banka í Kringlunni :)
Sjaldan að maður kíki í vinnuna svona um helgar! Eða allar helgar, réttara sagt.......
Dagurinn í gær endaði svo með að vera hin frábærasti dagur, takk fyrir!
Dreif mig heim eftir vinnu til að poppa upp rauðvíninu og nudda kjúllann. Sá gamli var ennþá að vinna og ég hafði tíma til aflögu til að slappa af og malla saman eitthvað gúmmilaði. Svo kom Hössler.is, til að spise með okkur. Sá gaur ætlaði reyndar í ammæli, en beilaði á því á seinustu stundu (vegna bakverkja), en átti svo líka pantað stefnumót í þokkabót seinna um kvöldið. En ég og minn erum með sjarma á við 10 og tókst þar að leiðandi að halda í kauða fram á rauða nótt, hehe! Öllu var hent til hliðar fyrir góðan mat, gott kaffi og djúpar umræður um hið kosmiska og ójarðneska :) Sem sagt dagurinn og kvöldið reyndist vera hið besta í langan tíma!

Ég vaknaði svo reyndar upp í morgun og uppgötvaði að ég var búinn að stúta heilli rauðvínsflösku í gær (með smá hjálp), ekki það að sé mikið magn miðað við mig, en kannski bara tók ég aldrei eftir því þegar hún kláraðist.........Eru einhver alkohólísk gen í gangi hérna eða??? Nei, nei.....bara að hætti Sex and the City!!! :)
Dagurinn í dag er svo enn óráðinn og býður upp marga skemmtilega möguleika, en ég ætla fyrst að far heim eftir vinnu og eiga smá quality tíma með mér einum og nýja tölvuleiknum mínum sem bíður mín heima :) Singles! Sims bíða til betra tíma, eða þangað til á morgun :)
En Singles er svoldið meira svæsnari útgáfa af Sims, þar sem margt annað gerist, meira en það venjulega, kannski soldið meira krassandi,hehe!
Jæja, farinn að hætta þessu í bili og reyna að einbeita mér að viðskiptavinunum........

Ciao í bili!!!

|