laugardagur, september 25

Falsettan var góð en röddin ennþá sofandi...

Laugardagur og ég að vinna. Surprise!!! Söng mig hásann í morgun, og leið eins og fölskum ketti. Þetta var ekki að gera sig, enda raddböndin eitthvað hálf sofandi ennþá. Dagurinn hérna aftur á móti byrjaði ekki vel. Dónalegir kúnnar virðast vera fastur liður hér á laugardögum! Þoli ekki fólk!!! Er alveg búinn að missa þjónustulundina, hvað þá þolinmæðina.....

Svo á eftir ætlar hann Eddi Peddi að koma til okkar og vera hjá okkur í dag, og kannski í nótt líka. Þannig að ég þarf að fara grafa fram pabbagenin. Hann er svo góður, þessi elska að maður er ekki í vandræðum með hann :) Náttlega orðinn svaka stór, algjör grallari, hehe! En mamma hans spurði hann hvort honum langaði ekki að gista hjá Ingó og Nalla frænda. Hann var sko meira en til í það!
Mér datt reyndar í hug að skella mér í ræktina á morgun, þar sem letin er búin að taka yfirhöndina þessa vikuna sem er að líða. Það ætti ekki að vera mikið mál þar sem knúsarnir mínir tveir geta hangið tímum saman upp í rúmi og spilað tölvuspil :) Enda Nalli töluvert þolinmóðari í þeim málum en ég, hehe!

En eitthvað er að gerast hér í þessum banka sko. Bæði Magnea og Andri eru á kafi í einhverjum kínverjum sem eru að meika það hérna á Íslandi. Allt í einu leið mér eins og á markaði í miðju Shanghai......Ekki það að ég hafi neina viðmiðun, hef aldrei komið til Asíu, nema þegar ég fæddist, hahahahaha! I suck! :( En furðulegt hvað þessir kínverjar eru spes....Koma bara í bankann og ætla að taka út 600þús á kreditkortinu sínu og skilja svo ekkert í því afhverju það kemur synjun......Hmmmmmm, á endanum ákvaðu þeir að skipta evrum yfir í íslenskar 6300 evrur......sem geri náttlega eitthvað um 560.000kr!!! Vorum að pæla í því hvað þeir gæt keypt margar filmur fyrir þennan pening. Það má sko ekki missa af neinu. Þetta eru minningar!!! :)

Jæja, best að hætta þessari steypu og fara að gera sig kláran til að fara......

|