þriðjudagur, september 28

Hjónabönd, sjálfsfróun og vináttan....

Já, þetta er það sem efst á listanum í dag. Er sem sagt búinn að vera velt þessu geðveikt fyrir mér eitthvað. Já veit, furðuleg samsetning....en samt.....
OK. Hjónabönd! Margt sem er búið að vera að gerast í þeim málum, og er ég kannski ekki að tala um mitt eigið. Manni finnst það svo furðulegt að hjónabönd eiga sér stað. Á sama tíma finnst manni það jafn skrítið að þau eiga það til að enda rétt sé svona. Hef svo sem ekki beint myndað mikla skoðun á þessu máli, nema bara núna rétt nýlega. Þar sem ég hef ekki fengið að fylgjast svo grant með skilnaði áður fyrr, fyrr en rétt núna, þá finnst mér þetta hið merkilegasta mál. Allra helst finnst mér þetta voðalega leitt alltsaman, þ.e þetta hugtak skilnaður og hvað því fylgir. Særindi ofan á særindi, samviskubit, einmanaleiki og svo náttlega bara þessi almenna sorg. Fyrir okkur hin sem fylgjumst með er þetta skrítið......Við samgleðjumst vinum okkar, á sama hátt og við finnum fyrir söknuði til þess sem ekki er lengur. Við reynum að styðja við bakið á þeim sem eiga í hlut en erum oft ekki alltaf sammála. En hvað getur maður gert annað en að vera til staðar, það er ekki okkar hlut að dæma, heldur einungis að hlusta og leiðbeina. Ég get ekki ímyndað mér þær raunir sem fólk þarf að ganga í gegnum, get í raun ekki sett mig í þau spor, þar sem ég hef ekki lent í slíku. En eitt get staðhæft og alhæft. Að öll höfum við fundið fyrir sömu tilfinnningum, kannski ekki tengt sama efnis, en tilfinningarnar eru þær sömu. Einsemd, sorg, samviskubit, reiði.......allt eru þetta tilfinningar, það tengir okkur saman.

En hvað er hjónaband??? Hvað er það sem gerir gott hjónaband, hvað er það sem gerir slæmt hjónaband. Ég held að þegar allt kemur til alls, þá er það einstaklingurinn sem skiptir máli. Tveir traustir einstaklingar byggja betur upp gott bandalag, heldur en tveir ótraustir. Byssur eru einskins nýttar, ef engin er til að skjóta úr þeim.......

Í öllum þessum djúpu hugsunum fór ég að leiða hugann að sjálfsfróun. Þetta kom kannski allra helst vegna samstarfskonu minni, þar sem hún trúir ekki á að fara með bílinn í "self service". Ég fór að pæla intensiv mikið í þessu. Er sjálfsfróun ógeðsleg? Afhverju fróum við okkur??? Er betra að láta einhvern annan fróa sér??? Ég er alveg á þeirri skoðun að þeir sem ekki snerta sig einstaka sinnum ættu náttlega bara deyja og éta skít!!! Halló? Ef maður fær ekki gæðavöruna þá fer maður í Bónus! Sjálfsfróun er oft betra en ekkert. Sjálfsfróun er oft betra en hitt!
Hmmmm......en ég geri mér grein fyrir að sumir eru mér ekki sammála........Allir að kíkja á bloggið hennar MS. Lee, hérna til hægri, hún hefur þónokkra skoðun á þessu máli!

Nú í kjölfari á þessari miklu sjálfskoðun og sjálfsfróun, þá endaði ég í því sem kannski skiptir meira máli en "all of this above". En einmitt á þessu efni var ég alveg blank......Eins og með ástina, þá held ég að maður getur útskýrt þetta hugtak með orðum. Maður treystir á tilfinninguna og leyfir því að detta rétta staði................

Og nú er ég orðlaus......



|