miðvikudagur, september 15

Fiskur í kvöldmatinn og amma Tót 95 ára á morgun!

Já haldiði að það sé! Ég sit hérna alveg að deyja úr hungri. Gæti étið hest sko! En ég heyrði að það væri að malla einhvern svaka góðan pastarétt inn í eldhúsi, get ekki beðið.
Svo á eftir kem ég við í fiskbúðinni til að hafa eitthvað nammigottí matinn í kvöld *slef*.

Slapp snemma héðan úr bankanum í gær og dreif mig í ræktina. Það sem mætti mér þegar ég kom inn í tækjasal var ekki fögur sjón. Menntskælingar!!! Gelgjur af öllum stærðum og gerðum.......Mér hryllti við tilhugsunina! Ég tók í mig kjark og dreif mig á hlaupbrettið til að hita upp. Út um allt sá ég þessa pjúní litlu stráka og feitu jussugellur að reyna að hömpast eitthvað á tækjunum með tyggjóið lafandi úr munnvikunum. Þetta var náttlega ekki í lagi! Ég ákvað að vera cool á því og drífa prógrammið mitt af og fara svo heim. Svo varð af og á klukkutíma tókst mér að klára það sem ég ætlaði mér að gera og teygja. *púff*
Ég vona bara að þessi litlu dýr fara ekki að leggja leiðir sínar í ræktina mína mikið oftar!

Vikan bara hálfnuð og ég tími ekkert að líða......Það fer að nálgast vetur og verð ég að viðurkenna að mig er farið að langa svoldið í snjó og frost, það er eitthvað svo kósí við það :)
Spurning, smurning........

|