miðvikudagur, september 8

Langur vinnudagur, nammi og DVD og ræktin í fyrramálið!

Jamm og jæja. Hlunkaðist hingað inn um hurðina eftir að ég var búinn að sitja með eyrað fast við símtólið seinustu 3 klst í KB. Ekki er að spyrja að því að maður reynir að næla sér í aukapening hérna á þessu heimili. Allt er þetta vinna og vinna þarf maður að gera til að eiga fyrir matnum á borðið eða öllu heldur namminu. Talandi um nammi, ég er sem sagt búinn að klúðra helvítis aðhaldinu gjörsamlega, eða réttara sagt er að fara að klúðra því, þar sem að nammið er enn í pokanum hér við hliðina á mér. Spurning kannski að vera skynsamur og bíða með það þangað til um helgina.......Glætan!!! Hér verður sko sukkað!
Mesta sjokkið fékk ég þó þegar ég var að hringja í einn ágætan mann áðan til að fá hann í viðskipti hjá mér og var mér litið á skýrsluna hans. Hann var flugmaður og í skýrlunni stóð að mánaðar launin hans voru: 1 miljón krónur!!! (væntanlega fyrir skatt)
Það helltist yfir mig raunveruleikinn og ég uppgötvaði að vildi maður verða eins og þessi maður þýddi ekkert að hanga bara á rassinum og gera ekki neitt. Svo að plottið þykknar enn meira, og undirritaður er kominn með heljarinnar plan í gang.....sem hann ætlar svosem ekki að fara að tjá sig eitthvað um nánar um. You just wait and see!

Á morgun er fimmtudagur og á hinn er það föstudagur. Svo bara komin helgi. Svo byrjar bara ný vika og......já same old, same old. Get ég verið meira bitur í líf mitt akkurat núna???
Hehe!!! Jæja, ætla hætta þessari sjálfsvorkunsemi og fara að gera eitthvað að gagni, þ.e horfa á DVD og háma í mig nammi og verða feitur! Hananú!!!

Bon nuit a tout le monde!

|