laugardagur, september 11

11. sept. Dagurinn sem breytti heiminum!

Já í dag er þessi merkisdagur. Í auga sumra er þetta sorgardagur, dagur slæmra minninga, dagurinn sem breytti tilveru þeirra sem misstu ástvin, dagurinn sem breytti tilveru okkar allra og öryggistilfinningu okkar í heiminun. Við minnumst þessar sorgaratburðar með lotningu og auðmýkt, fyrir hönd þeirra sem létu lífið, fyrir hönd þeirra sem lifðu af, fyrir hönd okkar allra sem horfðum upp á þetta hryllilega atvik og grétum..........
Vaknaði upp snemma í morgun til að mæta gallvaskur í söng hjá Sigga. Var ekki alltof confident þegar ég lagði af stað, en kvíðinn leið hjá. Er ekki búinn að viðhalda röddinni í allt sumar, og tala ekki um allar reykingarnar!!! En þetta fór vel eins og við mátti búast. Það var bara gaman að hitta Sigga aftur, við höfðum mikið um að að spjalla, en söngurinn gekk bara rosa vel. Röddin öll að koma fram og ekki í eins slæmu ástandi eins og ég hélt. Þó svo að ég hafi ekki skráð mig í skólann aftur vildi Siggi endilega að ég væri í einkatímum hjá honum. Hann hafði valið nokkra af sínum bestu nemendum, þar á meðal mig til að kenna í einkatímum og vonaðist þannig til að koma okkur betur á framfæri og jafnvel fljótar í gegnum námið með þessum hætti. Siggi er perla!!!
Núna sit ég allavega hér í hvelfingunni, að mygla! Kominn aftur hingað, enda ekki að spyrja að því, Ingó á ekkert líf.......Allavega ekkert uppbyggilegt eða exciting! Í gær komu exdrama.is og birdlady í heimsókn. Alltaf gott að fá þessar elskur í heimsókn og missa sig aðeins í gleðinni og geðveikinni :) Aðhaldinu var semsagt slegið upp í kæruleysi og "Deep n Delicious" tekin upp! En hápunktur vikunnar, eða jafnvel mánaðarinns var þegar Fjalar tók eftir "nýju" upphandleggsvöðvunum mínum, sem ég er búinn að vera að púla svo mikið fyrir :) Líklegast borgar sig að vera duglegur í ræktinni og pumpa......... Er jafnvel að velta því fyrir mér að skella mér í sund á eftir þegar ég er búinn að vinna. Vinna upp letina frá seinustu viku!
Nýjar fréttir: Haldiði ekki að elskan mín kæra sé byrjaður að blogga aftur. Spurning bara hvað hann heldur sér lengi við efnið og lufsist til að drita einhverju niður einstaka sinnum.
Nú svo er það Jómbi líka, sem er eitthvað kominn á stjá aftur, en það er eins og við höfum svo oft sagt að hann þurfi að komast til útlanda til að fara segja eitthvað frá sjálfum sér á ný.
Jæja, ætla að hætta núna í bili. Fólk farið að streyma inn og ég þarf að setja upp sparibrosið.
Tata!!!

|