sunnudagur, september 5

Og hann er á lífi!

Halelúja! Er gjörsamlega búinn að gleyma mér hérna. Nú er nánast liðin viak síðan ég henti einhverju inn hingað seinast, og það gengur náttlega ekki. Like usually ekki mikið að segja frá...
Var í gær í smá KB gleði, sem var mjög skemmtilega að vana....og blaut! Já það þarf sko ekki að kaupa það dýrt af samtarfsmönnum mínum að fá sér smá í glas, hehe. En undirritaður komst ekki almennilega í gírinn sko og að lokum hætti hann að einu sinni að nenna að reyna fá sér í glas. Það er eitthvað við léttvín og bjór sem er ekki að gera sig........

Svo nú sit ég hér heima einn fyrir framan tölvuna, ekki þunnur, ekki einu sinni þreyttur og er að pæla hvað ég á að gera af mér......Nalli er farinn í vinnu og ég er eitthvað eirðarlaus. Planið var þó að skella sér í ræktina og svitna smá. Enda er ekki hægt að slepp úr degi.....þó svo að aðhaldið hafi alveg farið úr skorðum. Aðhald spyrji þið!!! Ja kannski ekki í þeirri merkingu eins og þið haldið, en meira svona tilraun til að fara að lifa hollara lífi.
Þennann mánuð ætlaði ég að leggja frá mér allt sem heitir alkohól, ala ekki um bjórinn, hætta ÖLLUM reykingum og hafa bara nammidag einu sinni í viku, þ.e. ekkert snakk og ekkert KFC *snökkt* Og það gekk ágætlega þangað til í gær.......það var mikið drukkið (ekki nóg samt) og mikð reykt. Ój bara! Líður eins og reykt skinka, ble!!! Svo til að friða samviskuna þá ætla ég að fara að púla smá. En fyrir ykkur sem eru að blöskrast á þessu heilsutali. Takmarki mínu skal verða náð! Ég mun geta gengið niður Laugarveginn, ber að ofan og stoltur í maí á næasta ári........I hope!

OK. Klukkutími liðinn og ég ekki ennþá farinn út.......hmmmmmmm. Er ég að beila á þessu eða?????

|