þriðjudagur, júní 26

Stutt og laggott!

Ég naut mikilla vinsælda bæði hjá flugáhöfn minni og farþegum í dag. Ferð minni var heitið til Berlínar og var ég beðinn um að spreyta mig á þýsku ávarpinu í vélinni. Þar sem enginn annar treysti sér til ákvað ég ískaldur að ulla einhverju úr mér með mína menntaskólakunnáttu.
Í öll skiptin bæði til og frá Íslandi fékk ég heljarinnar klapp frá farþegum okkar, sem allir voru þjóðverjar með rentu. Svo var klappað á öxlina á mér og þýskararnir ánægðir með loks líða eins og í heimalandi sínu í íslenskri flugvél!
Svo er það Baltimore, Maryland sem býður mín á morgun. Er ekki frá því að ég reyni að kíkja í nokkara verslanir á meðan á stoppinu stendur. ................

|