mánudagur, maí 28

Dagdraumar í 30 stiga hita

Nú er bara vika þangað til við fáum íbúðina okkar afhenda. Núþegar er ég farinn að ímynda mér hvernig ég ætla að breyta baðherberginu, hvað það er sem mig langar að kaupa næst og hvenær nýji bíllinn mun standa í bílgeymslunni! Já merkilegt hve fljótt maður gleymir sér í dagdraumum sínum og öll tilfinning fyrir veruleikanum hverfur........Peningar einhvern veginn virðast ekki skipta máli og allt einu ertu ósigrandi. Verst að reikningarnir halda áfram að detta inn um lúguna og VISA:ð skuldfærist, annars væri þetta fullkomið líf!

Á morgun fer ég svo til Flórída. Vinnuferð enn og aftur og ég bind allar mínar vonir við 30 stiga hitann og sólina sem mun endurnæra mig á meðan ég ligg hálf nakinn við sundlaugarkantinn á hótelinu. Planið er að koma heim skaðbrenndur og stökkur eins nýsteikt beikon. Það eina sem mun fara í ferðatöskuna er sundskýlan og sólarolían. Verst bara hvað ég er spéhræddur....LOL!

Í dag var góður dagur. Vaknaði seint við sólina sem skein inn um gluggan og truflaði svefn minn. Ég bölvaði henni í hljóði en nennti ekki að hafa fyrir því snúa mér í hina áttina þar sem ég var fastur í fangi kærastans :) Merkilegt hve lélegt veðrið er hérna á Íslandi! Á veturna er stórhríð með regni og haglélum sem dynur á gluggann hjá manni og heldur fyrir manni vöku og sumrin dagsljós allan sólarhringinn!!! Já eitthvað langaði mig frekar að vera eftir í Köben í gærkveldi, þar var það allavega dimmt.
Ég lánaði svo tveimur vinum mínum dómgreind. Vonandi að hún hafi verið góð og komið þeim af einhverjum notum. Það er svosem ekki oft sem það sem kemur upp úr mér meiki sens, en ég á mínar stundir. Þessar dómgreindir fæ ég svo endurgreiddar með vöxtum!

Svo í vikunni ætlum við að fara að versla. Kaupa þarf þvottavél og þurrkara, heimasíma og nettengingu, bókaskápa og hillur, málningu.......Já góðir tímar framundan........dýrir tímar framundan. Íbúðin komin, nýji bíllinn í bílageymsluna, 30 stiga hiti og sól og reikningarnir týndir..........já best að halda sig við dagdraumana!

|