miðvikudagur, október 1

Pæling.................

Pæling sko!
OK. Hvað er málið með þetta komment kerfi sem verið er að bjóða upp á??? Þetta á allt að vera svo rosaleg easy eitthvað en hvað svo??? Maður bara kopí peistar og svo voila!!! En NEI! Ekkert gerist. Mmmmmmmm, býst við að ég þurfi að sitja yfir þessu næstu mánuðina eins og bloggsíðuna mína fyrst er ég byrjaði þessum skálskap, ef skáldskap má kalla.........

Í gær var horft á "The Hours". Algjör snilld sko. Ég og kallinn sátum bara upp í rúmi að háma í okkur nammi og horfa á Virginíu Woolf að drekkja sér. Þetta var mjög SPES mynd, rosalega góð og vönduð. Já maður pælir svoldið í lífinu og tilverunni eftir þessa sko. Mæli með henni!
Nú er spurning um að fara henda sér upp í rúm að klára að horfa á seinustu myndina af OMEN. Voða scary!
Ég er orðinn algjörlega hooked á þessum gömlu lummum. Ég sem er svo mikill væskill og meika ekki svona ljótar myndir. Hver veit nema maður er að verða loksins cool???

Svo í gær fórum við Thelma á kóræfingu hjá Kammerkór Reykjavíkur. Það var BARA spes! Voða gaman, en ég verð að viðurkenna að ég var hálfskelkaður eftir þetta alltsaman. Vorum að fara í gegnum stórt verk eftir Schubert: Messe G-dur. Mér leið bara eins og einhverjum ræfli þarna innan um allt þetta söngfólk. Úff, en aríurnar voru fallegar...........
Nú verð ég bara að melta þetta aðeins hvort ég vilji fara í hann eða ekki. Við spáum í þetta aðeins.........

En næst á dagskrá er að reyna koma saman einhverslags hljómsveit. Eða meira svona sönggrúppu. Okkur Thelmu langar svo rosalega að mynda einhvern góðan hóp, kvartett sem hefur gaman af að syngja. Þá erum við að tala um allskyns tónlíst, allt milli himins og jarðar. Dægurlög, popp, rokk, klassískt, djass og blús, þjóðlög og ekki má gleyma uppáhaldi okkar Thelmu: BALLÖÐUR!
Sko, við erum komin með tríó, þ.e.a.s. Thelmu, mig og Ölmu vinkonu. En þá vantar einn í viðbót. Og það þarf að vera strákur, helst tenór eða baritónn og hann verður að vera músikalskur. Með fallega rödd og lýriska. Hmmmmmmmm.........
OK. Er spurning að ég fari að halda kjafti og komi mér niður á jörðina og fari að tala mannamál.......... Alveg spes sko. Sorry krakkar! Got carried away. En væri þetta ekki góð hugmynd? Svaka fjör.

Er spurning að lita á sér hárið??? Mmmmmmm. Var eitthvað voða að pæla í því í dag en........Kannski ekki.

Jæja, best að fara að kíkja á kallinn og athuga hvað hann er að athafna sig :) Minns er líka orðinn voða þreyttur, enda svaf ég eitthvað hálf illa í nótt. Kannski það hafi bara verið staðsetningin á plánetunum.......Hmmmmmmmmmm!
I see dead people!
Anyways! Ætla ekki að hafa þetta meira í bili. Hver veit nema ég pikka eitthvað smá inn á morgun líka.......Það er ekki eins og ég hafi eitthvað annað þarfara að gera!!!! Muahahahahaha!

Good night. Sleep tight. And don´t let the bedbugs bite!



|