sunnudagur, september 21

Ó þvílík eymd!

Ég meina það sko! Kominn heim og farinn þetta litla þunglyndiskast. Ekki skrítið sko, ekki margt sem beið manns heldur. Engin vinna, engin skóli og dragúldið veður í þokkabót :( Það eina sem lyftir manni upp eru vinir manns, þessar blessaðins elskur sem gera lífið þess virði að lifa :)
En OK, þetta lagast svo sem, ætla ekki að fara að væla eitthvað mikið, er bara með smá heimkomu blús. Enda miðaða við hvað ferðin okkar var frábær þá er það ekkert skrítið.

Hvað get ég sagt. Ferðin var hreint út sagt snilld. Við höfum ekki skemmt okkur svona vel og haft það gott síðan já.........EVER!
Endalaus rómantík og rólegheit, bara ég og minn maður, ég gat ekki beðið um neitt betra :) Og allir staðirnir sem við sáum, ég get bara ekki gelymt því. Í mínum huga er ég ennþá á Kýpur, labbandi um í 30° hita, ber að ofan í stuttbuxum og browsa búðir og úti að borða. Ég heyri í sjónum skella á ströndina fyrir utan gluggan minn á hótelinu. Mmmmmmmm................ég held að ég sé að fara að gráta *snökkt*

O well...........Þangað til við förum út næst verð ég bara að lifa á þessu.
Jæja, nenni ekki að halda áfrma þessari sjálfsvorkunn, þetta er farið að líkjast Opruh Winfrey eða eitthva.........
Svo ég hætti núna áður en Húsið á sléttunni er farið að vera skemmtilegt í samanburði við bloggið mitt.

Þangað til næst og ég verð orðinn jákvæður og skemmtilegur.
Bye alle sammen!

|