þriðjudagur, september 30

I´m singing in the rain!

Jæja, nema hvað.........
Eitthvað að frétta??? Nei, ekki neitt! Lífið gengur sinn vana gang, allt eins og það á að vera. Sem sagt ekkert spennó.
Ég eyði mest öllum deginum mínum í það að leita að vinnu, inn á milli sem ég er að syngja og bögglast í gegnum tónfræði. Þvílíkt hell sko!!! Er spurning um að afnema þetta fag í söngnámi??? Kannski ekki, en samt maður. Ég gæti alveg eins verið að lesa hebresku. SPES.
En söngtímarnir mínir ganga vel. Röddin er farin að taka sig og einhver fylling er farin að myndast. Nú er bara að tileinka sér rétta tækni og gera öndunar og magaæfingar alla daga :)
Ég er allavega að fara á æfingu hjá Kammerkór RVK á eftir. Thelma kamur með líka, við ætlum að tékka á þessu og sjá hvort þetta hentar söngfólki eins og okkur.
By the way!!! Ég er að fara að syngja dúett með henni í nóvember! Algjör snilld sko!

Helgin var brilli. Fékk vini mína til mín á föstudagskvöldið í smá pítsu og fyllerí og svo á laugardagskvöldið kom "gengið" í heimsókn og við elduðum saman. Við fundum svo gamla spólu af liðinu þegar þau voru á gelgjunni, enda ekkert smá gaman að sjá hvað fólk hefur breyst..........eða ekki breyst! muahahaha!
Jæja............hvað svo..............Hef eiginlega ekkert að skrifa um. Það gerist ekkert svo mikið hjá mér þessa dagana. En við vonum að ég komi mér í eitthvað spennó verkefni til að tala um fljótlega. Þetta gengur ekki lengur. Maður verður svo rosalega latur í þessari leti :)

Ætla hætta núna.............
Skjáumst soon!

|