fimmtudagur, maí 17

Já OK, andinn hefur bara ekki komið yfir mig!

Vá maður! Biðst innilegrar afsökunar á þessum dræmu skrifum. Hann Gulli minn benti mér á það í gær hver lélegur ég hef verið og gat ég ekki annað en verið honum sammála. Stundum finnur maður ekki fyrir inspiration....

En það er ekki eins og ekki neitt hafi gerst í lífi Dúsksins. Aprílmánuður leið og inn datt maí. Skemmtileg ævintýri biðu þar fyrir handan hornið og má þar nefna eitt skemmtilegt verkefni til Kanada. Ég og Þóra viðhaldið mitt drifum okkur saman í smá ferð til Kanada og má þar með segja að ferðin hafi nánast orðið fullkomin! Með frábæru fólki eyddum við næstum 7 dögum í að ferðast á milli heimsálfa og skoða okkur um. Ég kom heim fullur af minningum og með gleði í hjarta yfir að hafa fengið þessa upplifun og kynnst nýjum vinum.



Við tók svo hversdagsleikinn á klakanum í fríi. Þó svo að veðrið hafi verið þokkalegt, þá er eitthvað hálf niðurdrepandi við Ísland þessa dagana.......kannski er það ég sem ekki er að sjá hlutina í réttu ljósi.....getur það verið???

Evróvisjon og kosningadagurinn kom og fór. Bæði jafn eftirminnilegt og tannlæknaheimsókn. Hmmmm.........ég er ekki frá því að kosningar söngvakeppninar og alþingis séu að mörgu leiti eins..........Ef maður er nógu lélegur þá fær maður stig!!!
Svo var það hápunktur mánaðarins. Tónleikar í gær með átrúnargoðinu mínu. Við fjölskyldan drifum okkur niður í Laugardalshöll til að bera augum á hann Josh. Ég er sem sagt búinn að ákveða að giftast manninum. Tel ég mig reyndar ekki hafa neinar forsendur fyrir því að hann spili í mínu liði, en gærkvöldið réð úrslitum um þessa ákvörðun. Hann Nalli minn verður bara að skilja þessa ósk mína, þar sem ég get nú ekki verið þekktur fyrir að láta gott tækifæri renna mér úr greipum. Spurning hvor verður fyrr til, Nalli eða ég???

|