fimmtudagur, september 15

Kreisí with Stacy!

Já og helgin bara nánast komin. Verður að viðurkennast hversu gott það var að vinnuvikan var svona stutt :) 9 - 5 fílingurinn á ennþá eftir að sýga inn, það get ég sagt ykkur!
Annars bara góður dagur, mikið að gera að vanda. Hún Ágústa mín skellti sér til London ásamt fleirum í s.k vinnuferð, en á meðan fórum við Elín í smá leiðangur. Top secret sko! Maður er ennþá að komast inn í gírinn, enda næstum 4 mánuðir síðan ég brallaði við það sem ég er gera. En tilfinningin er góð, mjög ljúf, gott að vera kominn með vinnu aftur og óvissan ekki lengur til staðar. Á morgun er haustfagnaður KB á Nasa, en ég býst passlega við því að fólk verði orðið soldið restless þegar líða fer á daginn. Haldið verður í hanastél á Oliver og svo á Nasa í kjölfari þess. Það þarf nú ekki að kaupa það dýrt af þessu bankafólki að drekka og djúsa og það vel :) Annars er Dúskurinn að pæla í að beila á þessari skemmtun, enda hefur hann ekki verið þekktur fyrir að vera mikill kappdrykkjumaður......allavega ekki upp á seinni ár.

Nú eru bara 10 dagar þangað til gömlu hjónin koma heim frá Afríku. Allt hefur þetta gengið vel og verið hin fínasta ferð. Enda kannski ekki við öðru að búast þar sem við erum að tala um ævintýralandið Afríku! Á meðan hefur yngri eigandi fjölskyldufyrirtækisins verið á kafi í "rekstri", enda kom það á óvart hvað þetta er mikið púsl alltsaman. En allt gekk þetta vel að lokum :) Aðrar góðar fréttir! Seinni útborgunardagur mánaðarins frá flugfélaginu og kom það ánægjulega á óvart. Svo kannski þarf Dúskurinn ekki að selja útlimi á Lækjartorgi um helgina!
Jæja, það fer að nálgast í háttatíma, enda klukkan farin að slá í miðnætti.

Nýr póstur á nýjum degi!

Bisous

|