föstudagur, september 2

Fluffan flýgur áfram en veit ekki alveg hvert...

Já föstudagur og helgin framundan. Vaknaði snemma og kominn á fætur og er að reyna að taka hér til í litlu íbúðinni. Einhverja hluta vegna virðist ég alltaf gleyma mér og fara gera eitthvað annað en það sem ég á að vera gera :) Sólin er hátt uppi, hið fínasta veður og ég er ennþá inni....hmmmm. Því verður breytt eftir smá stund!
Á eftir á ég að mæta frammistöðuviðtal hjá flugfélaginu og fór ég allt í einu að kvíða fyrir því. Bara svona rétta áðan, fór að pæla ef feedbackið yrði nú ekki gott og ég væri í raun bara ömurleg fluffa.......... "Við teljum að þú ert bæði ljótur og leiðinlegur, dónalegur og höstugur og hvað er málið með hommataktana???"
Já, maður krossar bara fingur og vonar það besta.....ekki þýðir annað!
Við skelltum okkur í bíó í gær. Skeleton Key, var bara ágæt, ekkert masterpiece, en OK. Furðulegt með þessa galdra sem eru til útum allan heim. Í þessari mynd var verið byggja söguþráðinn á gömlum göldrum sem kallað er Húdú. Já, eitthvað vafðist þetta um tönn fyrir mér, en ég er samt viss um það að ef ég skyldi komast í nálægð við þetta yrði ég örugglega posessed! Sko málið er það að galdrarnir virka ekki á fólk nema það trúir á þá, og ég er viss um að ég myndi á endanum fara trúa á þá.....mar er svo trúgjarn sjáðiði til!

Annars er ekkert sérstakt framundan um helgina. Það eru komin ný kaflasipti og fluffan á leið í enn eitt ævintýrið.....hvert hef ég ekki glóru um! Það er mánðarmót og eins og flestum er kunnugt, borgun reikninga og kinnhestur veruleikans sem bankar stöðugt á hurðina hjá manni. Já, nú er úti veður vont, verður allt að klessu
Ekki á hann Dúskur gott, að sjá fram úr þessu
Já koma tímar, koma ráð sagði einhver. Og það mottó ætla ég að reyna lifa eftir um þessar mundir :) Nú plús það að sjá alla fallegu hlutina í litlu hlutunum......( I was so not born to see the beautiful stuff in the little things!!! ) En hvað gerir maður ekki til að halda geði og heilsu, kannski bara geðheilsu, muahahahahaha!
Jæja ætla að hætta áður en ég missi mig alveg í spekinni og öllu ruglinu sem fylgir :)

"Góðir farþegar, verið velkomnir heim...."


|