miðvikudagur, september 14

Raunveruleikinn tekinn við á ný!

Jamm og jæja. Hvað getur maður svo sagt?
Dúskurinn bara kominn í realityshow once again. En eins og flestum er kunnugt þá hefur hann verið frekar aðgerðarlaus seinustu viku eftir að háloftin kvöddu hann. Tók það samt ekki lengri tíma en það að koma sér af stað og gera eitthvað af viti, en eins og allir vita þarf að eiga fyrir brauðinu á borðið. Svo ég er kominn tilbaka í samsteypuna miklu! Ákvað að tékka á þeim möguleika og það var eins og ekkert væri annað en sjálfsagðara. Vinnan mín beið mín þegar ég mætti í morgun og það í bókstaflegri merkingu! Allur aðgangur og forrit voru mér ennþá opin og meira að segja var ég enn í stimpilklukkunni :) Svo það var ekkert annað en að koma sér að verki eins og ekkert hafði í skorist. Já gaman saman, ekki satt? En Dúskurinn mun ekki setjast að forever, því það er takmarkað hvað fuglar geta haldið sér lengi á jörðinni (whatever!!!). Þessi áform eru aðeins tímbundin og því held ég á vit ævintýranna aftur á nýju ári upp í háloftin :) Svo ætli maður sé ekki bara ánægður með lífið og tilveruna.......
Vikan bara hálfnuð og vonandi góð helgi framundan. Eitthvað var verið að tala um haustfagnað í bankanum....á maður að kíkja???

Jæja, tími komin til að huga að matarplönum. Eitthvað þarf að spise....
Þangað til næst....

Bisous!

|