mánudagur, september 12

Mæðulegur mánudagur...

Ný vika hafin og ég bara í góðum gír.
Já einhverja hluta vegna er einhver jákvæðni í mér og ekki langt í brosið....wonder why???
Deginum hafði ég hugsað mér að eyða úti í góða veðrinu, en þar sem góða veðrið lætur ekki sjá sig er pæling um að breyta um plan. Haldið verður í ræktina allavega, bara svona rétt til að halda kroppnum í formi :) Ég er ný upprisinn úr pest sem ég hélt að ég myndi aldrei ná úr mér. Heil vika fór í hósta og beinverki, svita og kuldaköst. Já ekki amarlegt að geta tekið alla flóruna svona heima fyrir. Svo Dúskurinn er búinn að vera fremur aðgerðalaus seinustu viku. En hvað með það, ný vika komin og heilsan öll að koma til :)

Skelltum okkur í leikhús á laugardaginn var, Bítl. Þrusugóð sýning, mjög fyndin og skemmtileg, tala ekki um líka hvað söngurinn var góður. Mæli með þessari! Komum svo við á Tapas barinn góða til að fá okkur smá í gogginn. Nammi namm! Svo var sunnudeginum eytt í leti. Artie og Fartie kíktu í kaffi til okkar og ný plön sett á laggirnar. Hlakka til strákar!
What else??? Hmmmm......Þetta var svona frekar snögg yfirferð á annars ágætri helgi.
Nýjar fréttir bráðlega, en ekkert sem er tímabært að tala um :)

P.S Elsku Elfa og Nonni. Til hamingju með litlu prinsessuna!!! :)

|