laugardagur, september 3

Gratínerað kjúllapasta, ostakaka og rassavax!

Já, drullaðist loksins út úr húsí gær og fór í þetta blessaðins viðtal. Það gekk vel og var feedbackið bara gott. Dúskurinn frábær í alla staði, að sjálfsögðu!
Skellti mér í búð, þ.e mína framtíðarvinnu og verslaði í matinn. "Góðir viðskiptavinir, verið velkomnir í Bónus!" Kannski ekki alveg........
Miss Gabor kom í heimsókn og spiste með okkur hommunum og Dúskurinn bara í essinu sínu í eldhúsinu. Galdraði fram dýrindist rétt á ostaköku í ábæti :) Þessu var öllu skolað niður hratt og örugglega. Nammi namm! Farið var yfir gamlar minningar og mikil ævintýri, enda ekkert smá sem búið er að ganga á síðan í fyrsta bekk í menntó :) Hehe, já mikið var dramað í hápunkti þá! Við Eygló komumst þó að því að við hefðum ekki verið eins slæm og margir aðrir en ákváðum að halda okkur við gamlan og góðan titil og það með stolti! Hvaða titill það er segi ég ekki........ :) Stokkið úr einu í annað, eftir yfirferð minninga var rætt um rassavax!

En hvað með daginn í dag? Hmmm....já allt verður það að koma í ljós. Það er laugardagur og ekki mikið planað. Kannski að maður reynir að eiga í einhverjum samskiptum við þessa blessaðins vini manns. Eða að mar bara loki sig inni........What ever comes first! Þó er veðrið fallegt og sólin skín og pæling að fara kíkja út. Enda lítur mar út eins og föl skata, ekki skrýtið þar sem sumrinu hefur að mestu leyti verið eytt í flugvél og amerískum mollum. By he way, leit í spegil áðan og nánast kastaði upp af ógleði. Ljótan.is í dag! Segi ekki meir.....
Mig langar í eitthvað að maula.......


|