sunnudagur, október 12

Ég er the ultimate IDOL!!!

Jæja, sit hérna á sunnudagskvöldi að reyna blogga eitthvað. Ég er í algörum blús þessa dagana og ég ætla sko ekki einu sinni að fara út í þá sálma skal ég segja ykkur. Ég skýt mig örugglega í hausinn ef svo fer.
En helgin var þá góð. Eins og ég sagði ykkur áður þá var matarboð hérna heima á föstudagskvöldið. Gamlir vinir frá Svíþjóð eru fluttir heim aftir hingað á klakann og það var ákveðið að fá þau hingað í mat. Þetta var voða gaman að hitta gamla vini og rifja upp minningar. Sérstaklega gaman fyrir mig þar sem ég fékk að hitta mjög góðan vin aftur eftir 7 ár. Og það var eins og ég hefði hitta hann í gær (og ekki skaðar að hann er ennþá jafn sætur og áður *blikk*) Sem sagt, maður fékk eitthvað annað að hugsa um í smá tíma, annað en amstur hversdagsleikans. Svo á laugardeginum var algjör letidagur. Thelma vinkona hringdi í mig og við ákváðum að far í bíltúr, fórum alla leið til Hveragerðar og Selfoss. Svaka stuð, sungum okkur hás alla leiðina þangað og tilbaka. Algjör snilld, enda svo miklir söngfuglar :)
Ég átti að fara að vinna, en svo kom í ljós ekki þurfti neina aukaaðstoð, þannig að ég fékk frí um kvöldið. Dreif mig í bíó með Thelmu og Þór. Fórum á Underworld. CRAP!!! Bíðið með að sjá hana þangað til hún kemur á vídeó.

Svo voru litlu indversku gríslingarnir hérna hjá okkur. Þannig að ég fékk að leika pabba eina helgi. Það var voða gaman :)
Ég er sem sagt búinn að komast að því að mig langar í barn. Þó ég sé engann veginn tilbúinn undir það í nánustu framtíð þá langar mig samt í barn. Lítið kríli, fallegt brúnt barn með stór brún augu sem mænir á mig og kallar mig pabbi..................

Já, það er margt skrítið í þessum heimi, til dæmis ég. Svo þið sem ekki þekkja mig, ef ykkur langar virkilega að sjá eitthvað furðulegt, just call me. I´m a NUTCASE!

|