fimmtudagur, mars 25

Slysin gera ekki boð á undan sér!

Mig langar í nýja skó. Sat í dag og hafði ekkert að gera í vinnunni og fór allt í einu að velta því fyrir mér að fá mér nýja skó. Hmmm.....já, einhverja góða og þægilega. Iss piss. Svo langar mér líka í nýjar gallabuxur.
Æi, greinilega alveg dautt í bankanum sko. En mér tókst þó að dressa mig upp í huganum frá toppi til táar :)
Eins og flestir vita, þá fórum við hjónakarlar á árshátið dauðans um helgina. Þvílíkt og annað eins. Ég hef ALDREI farið á annað eins mikinn atburð eins og þennan. OSCAR, eat your heart out!!!! Nú veit mér hvernig Hollywood stjörnunum líður. Nú til að toppa alltsaman þá tók undirritaður nokkur lög fyrir crowdið, bara svona 1500 manns, ekkert mál. Enda heppnaðist það betur en söngvarinn bjóst við. hjúkket

Svo tók Dúskurinn aftir lagið á þriðjudaginn var, á sínum nemendatónleikum. Grúppíurnar allar létu náttlega sjá sig og þakkég þeim fyrir innlitið :) Verst að yfirgrúppíurnar tvær komu soldið of seint. En það er allt í lagi þar sem hugurinn er það sem skiptir máli :) Takk ´skönunar!!!

Dagurinn í gær var undarlegur dagur.........Hvað get ég sagt, svona daga langar manni helst aldrei upplifa. En svona dagar fá mann að hugsa um lífið og tilveruna, og líta á hluti í réttu ljósi. Það er aldrei að vita nema hlutir kippast undan manni áður en maður veit af. Verum sniðug og lifum lífinu viturlega. Leggjum hroka okkar og fávisku til hliðar og opnum augun. Lífið hefur svo margt upp á að bjóða, bara ef við leyfum því. Þetta er okkar til að gera hvað sem er við, gerum það að einhverju góðu.

Elsku Íja-mamma. Bænir mínar og hugsanir beinast allar til þín. Mega æðri mættir gefa þér og okkur styrk til að komast í gegnum þetta eins og allt annað. Saga okkar saman er rétt nýhafin. XXX

Ciao!
La vita é bella.

|